Veltitöflur – Tónlist sem valgrein

6. september 2011 | Skólanámskrá

„Tekið út úr tíma“ – Veltitöflur

Nemendur í 1.-7.bekk Grunnskólans á Ísafirði hafa um nokkurt árabil fengið að koma í tónlistartíma á skólatíma. Þá fara þau út úr tímunum í svokölluðum „veltitöflum“ og missa því ekki sama tímann 2 vikur í röð. Þetta er einungis gert með samþykki foreldra og kennara.

Svipað kerfi hefur nú verið tekið upp í Grunnskólanum á Þingeyri.

 

Tónlistarval í Grunnskóla

Nemendur í 8.-10. bekk Grunnskólans á Ísafirði og sömuleiðis nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, geta tekið tónlist í vali og fá þá nám sitt í Tónlistarskóla Ísafjarðar metið. Tónlistarskólinn fær lista frá Grunnskólanum yfir nema í tónlistarvali, útvegar þeim kennara og sér um námsmat að vori. Fjölmargir nemendur nýta sér þetta, haustið 2011 voru 50 nemendur 8.-10.bekkjar Grunnskólans á Ísafirði í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Af þeim höfðu ? tónlist sem valgrein.

 

Tónlistarval í Menntaskóla – Tónlistarbraut.

Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði geta einnig tekið tónlist sem val allt frá 1.bekk. Er þá námið metið til eininga  eftir ákveðnum viðmiðunarreglum. Nemendur í grunnnámi fá 2 einingar á ári fyrir fullt nám, miðnámsnemar fá 3 einingar fyrir fullt nám. Þá eru veittar einingar fyrir tónfræðinám og samleik/samsöng.

Veturinn 2010-2011 voru 26 nemendur sem nýttu sér þetta. Margir nemar hafa getað stytt nám sitt í menntaskóla verulega með hjálp tónlistareininganna.

Nokkrir nemar hafa lokið stúdentsprófi á tónlistarbraut. þar er oftast um að ræða nemendur sem hyggja á háskólanám í tónlist og ætla að gera hana að atvinnu sinni síðar meir.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is