Samæfingar – tónleikahald

6. september 2011 | Skólanámskrá

 Samæfingar og tónleikahald eru  mjög fyrirferðarmikill þáttur í skólastarfinu, en þar fá nemendur þjálfun í að koma fram og spila fyrir aðra við mismunandi aðstæður.

 

Samæfingar eru oftast nær kl. 17:30 á miðvikudögum, 2 x í mánuði. Samæfingarnar eru stuttar og frekar óformlegur vettvangur fyrir nemendur til að æfa sig að koma fram og æeika verk, sem þeir eru búnir að ná góðum tökum á. Foreldrar eru velkomnir á samæfingar. Kennarr skiptast á að sjá um samæfingarnar.

 

Hefðbundnir skólatónleikar eru í desember, lok febrúar og í maí, allmargir tónleikar í hvert sinn. Lögð er sérstök áhersla á að allir nemendur fá tækifæri til að koma sem oftast fram á tónleikum Það er í raun skylda, en nemendur geta fengið undanþágu.

 

 

Kórarnir halda tónleika 1-2 x á ári, lúðrasveitir halda árlega uppskerutónleika í byrjun maí, og strengjasveitir skólans halda sérstaka tónleika.

 

 

Lengra komnir nemendur halda 1-2 sérstaka tónleika á skólaárinu, oft þemabundna. Vorið 2011 voru t.d. haldnir tónleikar sem helgaðir voru minningu tónskáldsins Frédéric Chopin.

 

Langt komnir nemendur halda einnig oft tónleika þegar þeir hætta námi við skólann og halda burtu til náms í tónlist eða öðrum fræðum.  Vorið 2011 hélt Bára Jónsdóttir píanónemandi slíka einleikstónleika og söngnemendurnir Dagný Hermannsdóttir og Elma Sturludóttir héldu saman lokatónleika.