Úr reglugerð skólans:
„Markmið skólans er að veita almenna tónlistarfræðsu og vinna að eflingu tónlistarlífs á Ísafirði. Þessum marikmiðum hyggst skólinn ná m.a. með því að:
– kenna sem flestar greinar tónlistar, þar sem börnum, jafnt sem fullorðnum, gefst kostur á að stunda tónlistarnám eftir því sem aðstæður leyfa.
– efla sköpunargleði og hugmyndaflug nemenda.
– veita innsýn í sdögulegt og menningarlegt gildi tónlistar.
– leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik, kór- og hljómsveitarstarfi.
– eiga hljóðfæri fyrir nemendur til útleigu fyrstu námsárin
– búa nemendur undir áframhaldandi nám í tónlist"
Stefna skólans byggir á þessum grundvallarreglum. Þannig eiga allir nemendur, óháð, kyni, aldri og efnahag, að eiga aðgang að skólanum og fá tækifæri til að kynnast töfraheimi tónlistarinnar.