Söngvaseiður 2003

Í mars árið 2003 var söngleikurinn Söngvaseiður (The Sound of Music) settur upp á Ísafirði í samvinnu Tónlistarskóla Ísafjarðar og Litla leikklúbbsins. Uppfærslan hlaut fádæma góðar viðtökur áheyrenda og eftir að hún var kosin áhugaleiksýning ársins var sýningin sett upp í Þjóðleikhúsinu. Þar var hún sýnd við húsfylli nokkrum sinnum. Leikstjóri sýningarinnar var Þórhildur Þorleifsdóttir en tónlistarstjóri var Beáta Joó. Í stærstu hlutverkunum voru Guðrún Jónsdóttir (María), Ingunn Ósk Sturludóttir (Abbadísin), Guðmundur Óskar Reynisson (Trapp). Páll Gunnar Loftsson (Max), Ingibjörg Ingadóttir (Elsa) og Rolf (Brynjar Már Brynjólfsson). Barnahópurinn var þannig skipaður: Lísa (Herdís Anna Jónasdóttir), Lovísa (Þórunn Arna Kristjánsdóttir), Friðrik (Helgi Þór Arason), Marta (Anna Marzellíusardóttir og Katrín María Gísladóttir),Birgitta (Lísa Marý Viðarsdóttir og Elma Sturludóttir) Gréta (Agnes Ósk Marzellíusardóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir) og Kurt (Andri Pétur Þrastarson og Þorgeir Jónsson).