Söngur
Farið er eftir aðalnámskrá tónlistarskólanna og sækja söngnemendur fasta tónfræðitíma þegar þeir hafa klárað grunnhluta þess efnis með kennara sínum. Auk söngþjálfunar, tækniatriða og öndunar læra nemendur hvernig nálgast eigi texta á hinum ýmsu tungumálum, farið er í söngtækni, framburð, túlkun texta og annað sem að náminu lýtur.
Hægt er að hefja söngnám við 10 ára aldur. Til að byrja með eru 2-4 nemendur saman í hóp. U.þ.b. við 13 ára aldur taka við einkatímar. Hóptímar eru einu sinni í mánuði, þar sem nemendur syngja hver fyrir annan. Nemendur fá þar þjálfun í framkomu og túlkun.
Æskilegt er að söngnemendur læri að leika á önnur hljóðfæri sem nýtast þeim í námi, eins og t.d. píanó.
Tónlistarskóli Ísafjarðar býður einnig upp á fullorðinsfræðslu. Hægt að kaupa sér 5 (kr. 30.000) tíma kort í senn. Hafið samband við skrifstofu 450-8340 til að grennslast fyrir um framboð hverju sinni í fullorðinsfræðslu.
Hér má sjá verðskrá fyrir skólagjöld.
Skipting námsins: 2 x 20 mín einkatímar, 20 mín undirleikur
Hóptími einu sinni í mánuði: 60 mín., hóptími
Framhaldsnám: Fullt nám 60 mín., einkatími og 30 mín. meðleikur, auk hóptíma
Fullorðinsfræðsla: 40 mín., 5 einkatímar kr. 30,000.-