Námsframboð

Hljóðfæranám

Börn sem eru að hefja skólagöngu í grunnskóla geta sótt um nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar og í útibúum hans en algengast er að nemendur hefji hljóðfæranám á aldrinum 7- 8 ára.
Við Tónlistarskólann á Ísafirði er kennt á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, gítar, bassagítar, fiðlu, selló, harmóníku, blokkflautu, þverflautu, saxófón, trompet, kornett, tenórhorn, horn, klarínett, básúnu og slagverk. Forskóli og tónasmiðja eru fyrir yngstu nemendurna og skipulagt kórastarf fyrir börn á öllum aldri. Einnig er boðið upp á nám í raftónlist og margvíslegt hljómsveitastarf.

Mælst er til þess að nemendur stundi fullt nám, 60 mínútna einkatíma á viku á hljóðfæri þó einnig sé boðið upp á 40 mínútna nám á viku. Yfirleitt koma nemendur 2x í viku og skiptist heildartíminn þá niður á tvo daga.

Samhliða hljóðfæranáminu sækja nemendur tíma í tónfræði og/eða hlustun og greiningu.

Nám á tvö hljóðfæri

Nemendur í mið- eða framhaldsnámi á eitt hljóðfæri geta fengið 30 mín. á viku á aukahljóðfæri í grunnnámi eða 40 mín. á viku á aukahljóðfæri í mið- og framhaldsnámi.
Ath. Forsenda þess að nemandi fái að læra á fleiri en eitt hljóðfæri er mjög góð ástundun og árangur – og skulu kennarar og foreldrar meta í sameiningu hvort slíkt sé heppilegt.

Nánar um hljóðfæranám og einstaka hljóðfæri má sjá undir námsgreinar.

Söngnám

Söngnám fer fram í einkatímum, en að auki sækja nemendur samsöngstíma einu sinni í viku. Söngnemendur í fullu mið- og framhaldsnámi sækja einnig meðleikstíma, með píanista deildarinnar. Tónlistarskóli Ísafjarðar býður upp á unglingasöngdeild og byggist námið í deildinni á söngtímum í litlum hópum sem eru 45 mínútur á viku. Farið er í grunnatriði söngtækni og öndunar, nemendum kynnt tónfræði, lestur og tónheyrn. Nemendur sækja einnig 60 mínútna samsöngs- og tónfræðitíma vikulega. Hljóðfæranemendur skólans geta tekið þátt í unglingasöngdeildinni endurgjaldlaust. Einnig er boðið upp á söngtíma fyrir fullorðna í samstarfi Tónlistarfélagið. Hægt er að kaupa sér 5 eða 10 tíma kort á skrifstofu skólans. Athugið að takmarkað framboð er á þessum kortum.

Nánar um söngnám og starfið í söngdeildinni má sjá undir söngnám í námsgreinum

Söngstundir

Söngstundir eru fyrir nemendur í 1. og 2. bekk grunnskólans. Rúna Esradóttir tekur á móti börnunum einu sinni í viku í söng og fleira tónlistartengt. Ekki þarf að skrá í þessa tíma. (Verkefnið syngjandi skóli kemur til leiks skólaárið 2024-2025 umsjónaraðili verkefnisins er Ásta Kristín Pjetursdóttir)

Kór

Við Tónlistarskóla Ísafjarðar gefst börnum á grunnskólaaldri kostur á að taka þátt í öflugu kórastarfi. Skipt er niður í hópa eftir aldri.
Kórarnir koma fram á tónleikum skólans, við kirkjuathafnir og fjölmörg önnur tækifæri sem gefast. Sjá umfjöllun um kórastarf.
Kórfélagar fá möppur og nótur án endurgjalds.

Hljóðfæranemendur við Tónlistarskóla Ísafjarðar greiða ekki fyrir þátttöku í kórastarfi.

Fyrir upplýsingar um skólagjöld vegna kórþátttöku sjá verðskrá skólans. Sótt er um þátttöku í kórastarfi í gegnum umsóknarkerfi skólans.

Raftónlist

Boðið er upp á nám í raftónlist og er kennslan 60 mínútur á viku. Hér fá nemendur að kynnast fjölbreyttum möguleikum sem tölvan býður upp á í tónlistarsköpun. Nemendur þurfa að eiga sína eigin tölvu. Það er hægt að sækja eingöngu um raftónlist en nemendum Tónlistarskólans gefst kostur á að sækja tíma í raftónlist sem annað hljóðfæri. Miðað er við að nemendur séu komnir á efsta stig grunnskólans þegar þeir hefja nám í raftónlist.
Kennari í raftónlistanáminu er Andri Pétur Þrastarson.

Rytmískt samspil

Hér er boðið upp á hljómsveitarsamspil 60 mín á viku fyrir 13 ára og eldri. Hægt er að sækja eingöngu um rytmískt samspil en nemendur Tónlistarskólans ganga þó fyrir. Kennari er Jóngunnar Biering Margeirsson.

Hljómsveitir

Við skólann starfa ýmsar hljómsveitir:
Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar f. blásaranemendur á grunnskólaaldri.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar – skipuð lengra komnum nemendum og ýmsum fleirum.
Strengjasveit yngri nemenda – fyrir yngri strengjanemendur.
Strengjasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar – skipuð lengra komnum strengjanemendum.

Tónfræðigreinar

Samhliða hljóðfæranámi og söngnámi sækja nemendur tíma í tónfræði og/eða hlustun og greiningu.
Námið fer fram í hóptímum og er nánari upplýsingar að finna undir tónfræðigreinar í námsgreinar.