Trompet

10. júní 2009 | Hljóðfærin

Trompet er málmblásturshljóðfæri með hærra tónsvið en önnur hljóðfæri í sama flokki.  Trompet er sveigður látúnshólkur með munnstykki og er til í ýmsum stærðum.  B-trompet er algengastur og hentar vel fyrir byrjendur.  Trompetinn þróaðist út frá veiðihornum fyrri alda og var oft notaður til að kalla saman fólk við ýmsar uppákomur.  Þessir lúðrar höfðu enga takka til að framkalla marga tóna, slík hljóðfæri komu fyrst um 1820.