Selló

10. júní 2009 | Hljóðfærin

Selló (knéfiðla) er strokhljóðfæri í fiðlufjölskyldunni.  Það hefur 4 strengi sem eru stilltir einni áttund neðar en lágfiðla.  Tónsvið sellósins er 4 áttundir, en tónlist þess er rituð í F-lykli.  Selló er vinsælt einleikshljóðfæri en er eitt af hljóðfærum strengjakvartetts og synfóníuhljómsveitar.