Belginn Adolphe Sax (1814) fann upp saxófóninn og var það kynnt í París 1842. Hljóðfærið hefur fagnað vaxandi vinsældum æ síðan. Saxófónninn breikkar alla leið frá munnstykki út að bjöllu, er keilulaga. Tónarnir ráðast af opnum eða lokuðum götum á búk hljóðfærisins. Götin lokast með því að ýta á takka, þá leggst platti yfir gatið og varnar lofti útgöngu. Saxófónninn er einblöðungur með munnstykki. Margar tegundir eru til af saxófóni sem ákvarða tónsvið hans.