Píanó

10. ágúst 2009 | Hljóðfærin

Píanó (Slagharpa) er stórt hljóðfæri sem flokkast getur sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri.  Píanó hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði.  Tvær helstu gerðir eru upprétt píanó með lóðrétta strengi, og flygill með lárétta strengi.  Beinir forfeður píanósins eru semball og klavikord sem verða til í lok 14. aldar, en ítalinn Bartolomeo Christofori (1655-1732) er talinn faðir píanósins eins og það er í dag.

Píanóið þykir kraftmikið, bæði sem sólóhljóðfæri og meðleikshljóðfæri.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is