Harmoníka samanstendur af hljómborði, bassa og belg. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af harmoníkum og eru þær ýmist með hljómbassa eða tónbassa. Hnappaharmoníkur eru framleiddar með þrenns konar gripakerfi. Harmoníkan á sér tiltölulega skamma sögu í íslenskum tónlistarskólum þó hún hafi notið mikilla vinsælda til sjávar og sveita í danstónlist.