Aðstaða

20. mars 2009 | Hamrar

Salurinn tekur 100-150 manns í sæti, allt eftir því hvernig stólum er raðað. Í honum er lítið svið og góð baksviðsaðstaða. Í Hömrum er mikið um tónleikahald, bæði á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar, Tónlistarfélags Ísafjarðar og ýmissa annarra aðila. Þar hafa einnig verið haldnar leiksýningar, afmælis- og brúðkaupsveislur, námskeið, fundir og ráðstefnur af ýmsu tagi. Ljúka allir upp einum rómi um hljómgæði og hljómfegurð salarins, hvort sem um er að ræða tónlist eða talað mál.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is