Hleð viðburði

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

Andrés Þór Paradox kvartett

14.11.2019 @ 20:00 - 21:00

Free

Kvartett gítarleikarans Andrésar Þórs leikur lög af glænýjum diski hans, Paradox sem var hljóðritaður á síðasta ári í Brooklyn í New York. Á disknum, sem er sá sjötti í röðinni er að finna níu frumsamda jazzópusa sem sækja áhrif sín úr ýmsum áttum, allt frá þjóðlagatónlist til skammtafræði.  Ásamt Andrési skipa kvartettinn píanóleikarinn Agnar Már Magnússon, kontrabassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og trommuleikarinn Scott McLemore.  Þeir félagar hafa starfað lengi saman við ýmis ólík verkefni en þessi tiltekni kvartett kom fyrst fram undir nafni hljómsveitarstjórans árið 2011 og í kjölfarið hljóðrituðu þeir hljómdiskinn Mónókróm sem hlaut afar góðar viðtökur.

Aðgangur er ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
14.11.2019
Tími
20:00 - 21:00
Verð:
Free

Skipuleggjandi

Tónlistarfélag Ísafjarðar

Staðsetning

Tónlistarskólinn Hamrar