Hleð viðburði

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

4. áskriftartónleikar – Tónlistarfélags Ísafjarðar

21.03.2020 @ 17:00 - 18:00

ISK 2000 – ISK 3000

Tónlistarfélag Ísafjarðar – 4. áskriftartónleikar

Söngkonur snúa heim þann 21. mars 2020 í Hömrum     kl. 17:00                    

Söngkonurnar Salóme Katrín Magnúsdóttir og Sigríður Salvarsdóttir voru báðar nemendur í

Tónlistarskólanum á Ísafirði fyrir ekki svo löngu. Þær héldu svo í sitthvora áttina. Sigríður fór í klassískan söng í Listaháskóla Íslands og kláraði þar vorið 2019 og Salóme fór í rythmískan söng í FÍH og kláraði söngnámið sama vor.

Nú koma þær saman í heimahagann til að sýna afrakstur námsins og mega áhorfendur búast við skemmtilegri blöndu af djassi, ljóðasöng og söngleikjatónlist.

Miðaverð er 3000 kr., en 2000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja.
Aðgangur ókeypis er fyrir skólafólk 20 ára og yngra.

Miðar á tónleikana verða seldir við inngang.

Upplýsingar

Dagsetn:
21.03.2020
Tími
17:00 - 18:00
Verð:
ISK 2000 – ISK 3000

Skipuleggjandi

Tónlistarfélag Ísafjarðar

Staðsetning

Tónlistarskólinn Hamrar