Skólanefnd

Skólanefnd T.Í skólaárið 2024 – 2025

Fulltrúi Ísafjarðarbæjar: Dóra Hlín Gísladóttir 

Fulltrúi foreldra: Fanný Margrét Bjarnadóttir 

Fulltrúi Tónlistarfélags Ísafjarðar: Steinþór Bjarni Kristjánsson, formaður

Almennt um skólanefnd

Skólanefnd heldur fundi eftir því sem þurfa þykir. Komi upp ágreiningur á nefndarfundum og atkvæði falla á jöfnu, þá ræður atkvæði formanns. Skólanefnd skiptir með sér verkum á fyrsta fundi nýskipaðar nefndar og kýs sér formann, varaformann og ritara.  Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri ásamt einum fulltrúa kennara sitja skólanefndarfundi með málfrelsi og tillögurétti.

Skólanefnd tekur þátt í mótun og samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun tónlistarskólans fyrir ár hvert og fylgist með fjárhag hans og ráðstöfun fjár. Fjármál skólans eru að öðru leyti á ábyrgð skólasstjóra sem annast daglegan rekstur í umboði skólanefndar.

Rekstur skólans skal miðast við fjárhagsáætlun hverju sinni. Fjármagn til rekstursins kemur með innheimtu skólagjalda nemenda. Reikningsár skólans miðast við almanaksár. Skólastjóri gerir tillögur að fjárhagsáætlun fyrir skólann ár hvert og leggur hana fyrir skólanefnd til samþykktar.

Skólagjöld eru ákveðin af skólanefnd, að fengnum tillögum skólastjóra.

Sú meginregla skal gilda að skólagjöld skuli aðeins endurgreidd ef nemandi þarf að hætta námi vegna veikinda eða brottflutnings.

Tónlistarskóli Ísafjarðar
Austurvegur 11
400 Ísafjörður

Skólastjóri: Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
bjarney.ingibjorg@tonis.is
sími á skrifstofu: 450 8340