- This viðburður has passed.
3. áskriftartónleikar – Tónlistarfélags Ísafjarðar
20.02.2020 @ 20:00 - 21:30
ISK 2000 – ISK 3000
Tríótónar úr austri og vestri
Fimmtudagurinn 20. febrúar 2020 20:00 í Hömrum
Tríó Sírajón var stofnað á vordögum árið 2010 og hefur haldið fjölmarga tónleika víðsvegar um landið sem og erlendis. Tríóið efnir gjarnan til samstarfs með öðru tónlistarfólki og hefur pantað verk frá íslenskum tónskáldum og frumflutt. Nafn tríósins vekur jafnan forvitni en það er sótt til ættföður Reykjahlíðarættarinnar í Mývatnssveit, Síra Jóns Þorsteinssonar, sem er forfaðir hljóðfæraleikaranna þriggja. Tríóið skipa: Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarinettleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Gestur: Sigrún Pálmadóttir sópran.
Miðaverð er 3000 kr., en 2000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja.
Aðgangur ókeypis er fyrir skólafólk 20 ára og yngra.
Miðar á tónleikana verða seldir við inngang.
ng.