- This viðburður has passed.
Árstíðirnar fjórar – Vivaldi- Maksymilian Haraldur Frach fiðluleikari
23.10.2019 @ 19:30 - 20:30
FreeVeturnætur
Árstíðirnar fjórar – Vivaldi
Maksymilian Haraldur Frach fiðluleikari flytur hið fagra verk Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi ásamt strengjasveit.
Strengjasveitina skipa: Joanna Bartkiewicz, fiðla, Nikodem Frach fiðla, Magdalena Nawojska fiðla, Aleksandra Panasiuk fiðla, Janusz Frach víóla, Klaudia Borowiec selló.
Ljóðaupplestur: Ásdís Halla Guðmundsdóttir og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir.
Vivaldi var afkastamikið tónskáld en Árstíðirnar fjórar eru hans þekktasta og vinsælasta verk. Vivaldi lét hverjum konserti fylgja Sonnettur , að öllum líkindum eftir hann sjálfan, og nær að fanga innihald þeirra snilldarlega í tónum. Þar má heyra fuglasöng vorsins og sekkjapípudans hjarðsveinanna að vori. Sumarhitinn verður næstum áþreifanlegur í öðrum konsertinum, og undir flugnasuði er undirliggjandi ógn þrumuveðursins, sem brýst út í lokaþætti konsertsins. Góðri uppskeru er fagnað að hausti með hátíðahöldum, við taka spennandi veiðiferðir og veturinn kemur með tilheyrandi kulda og glamrandi tönnum og þá er gott að hlýja sér við eldinn og hlusta á vindgnauðinn úti.
Aðgangur er ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum í ferðasjóð.