Sigrún Pálmadóttir óperusöngkona

2. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Sigrún Pálmadóttir hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Hólmfríði Benediktsdóttur og stundaði síðan nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk þaðan burtfararprófi árið 1999. Sigrún stundaði framhaldsnám við óperudeild Tónlistarháskólans í Stuttgart hjá Dunja Vejzovie og í ljóðadeild sama skóla hjá K. Richter á árunum 1999-2001. Sama ár og hún lauk námi var hún fastráðin við óperuhúsið í Bonn þar sem hún starfaði á árunum 2001-2010. Þar söng hún um 30 hlutverk, m.a. fjöldamörg burðarhlutverk óperubókmenntanna s.s. Næturdrottninguna (Töfraflautan), Olympíu (Ævintýri Hoffmanns), Zerbinettu (Ariadne á Naxos), Luciu (Lucia di Lammermoor) og Gildu (Rigoletto). Hún kom jafnframt reglulega fram í öðrum óperuhúsumm, þ.á.m. Dresden, Wiesbaden og Köln.Árið 2004 hlaut Sigrún styrktarverðlaun óperunnar í Bonn fyrir vel unnin störf og framfarir.

Vorið 2008 söng Sigrún hlutverk Víólettu Valery í óperunni La Traviata hjá Íslensku óperunni og hlaut í kjölfarið Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, í flokkjum Söngvari ársins. 

Hér á landi hefur Sigrún sungið á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands auk fleiri tónleika, m.a. Clörukvæði og Canzonettur í Salnum í Kópavogi og Hömrum á Ísafirði í maí 2014. Hún hefur haldið fjölda tónleika erlendis , m.a. víða í Þýskalandi, í Drottningholm-leikhúsinu í Svíþjóð, í bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu og víðar. 

Auk óperuflutning syngur Sigrún í madrigala-hópnum CantArte og hefur einnig kennt söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Nánar á heimasíðu Sigrúnar http://www.sigrun-palmadottir.de/index.php

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur