FORSKÓLI
Forskóli fyrir 5-7 ára börn, yngri og eldri hópur (hóptímar 2x í viku)
HLJÓÐFÆRANÁM (f. 24 ára og yngri)
Byrjendur 8 ára og yngri ½ nám 2×15 mín. á viku
Eldri byrjendur og nemendur í 1. stigi: 2/3 nám 2×20 mín. á viku
Aðrir hljóðfæranemar 24 ára og yngri 2/3 nám 2×20 mín. á viku 1/1 nám 2×30 mín. á viku
SÖNGNÁM (f. 24 ára og yngri)
Byrjendur og nemendur á 1.stigi ½ nám (30 mín.) eða 2/3 nám (40 mín.) á viku
Aðrir söngnemar 24 ára og yngri 2/3 nám (40 mín.) eða 1/1 nám (60 mín.) á viku
HLJÓÐFÆRA- OG SÖNGNÁM fyrir 25 ára og eldri
Nemendur í grunnnámi ½ nám (30 mín.)
Nemendur í mið- og framhaldsnámi 2/3 nám (40 mín.) eða 1/1 nám (60 mín.) á viku
Meðleikur:
Söngnemendur í grunnnámi fá meðleik í samsöngstímum og fyrir próf.
Söngnemendur í miðnámi eiga kost á tíma með píanóleikara 60 mín á mánuði (= 1/4 nám). Nemendur í framhaldsnámi eiga kost á tíma hjá píanóleikara 120 mín á mánuði (= ½ nám)
Allir söngnemar fá þjálfun með píanóleikara í samsöngstímum.
Hljóðfæranemar fá meðleik eftir því sem þörf er á fyrir tónleika og próf.
Nám á tvö hljóðfæri
Nemendur í mið- eða framhaldsnámi á eitt hljóðfæri geta fengið 30 mín. á viku á aukahljóðfæri í grunnnámi eða 40 mín. á viku á aukahljóðfæri í mið- og framhaldsnámi.
Ath: Forsenda þess að nemandi fái að læra á fleiri en eitt hljóðfæri er mjög góð ástundun og árangur – og skulu kennarar og foreldrar meta í sameiningu hvort slíkt sé heppilegt.
TÓNFRÆÐIGREINAR
Á grunn- og miðstigi er tónfræðin samsett úr ýmsum greinum: undirstöðuatriðum tónfræðinnar, tónheyrn, hlustun og greiningu.
Nemendur á grunnstigi fá kennslu í undirstöðuatriðunum í hljóðfæra/söngtímum, en sækja hóptíma í hlustun og greiningu þegar þeir hafa lokið 1.hluta tónfræðinnar.
Hljóðfærakennarinn ber ábyrgð á þekkingu nemandans á fyrstu stigum tónfræðinnar, skráir nemendur sína í hóptímana og fylgist almennt með tónfræðináminu.
Nemendur sem eru á mið- eða framhaldsstigi í tónfræðigreinunum sækja sérhóptíma.
Bent skal á að tónfræðikunnátta er forsenda þess að fá að taka áfangapróf.
HLJÓÐFÆRI
Tónlistarskólinn á talsvert af hljóðfærum, einkum í undirstærðum, sem nemendur geta leigt
gegn leigugjaldi (frítt fyrsta árið).
Kórar
Þrír kórar starfa reglulega við skólann: Yngsti kór (börn í 1.-4.bekk), Miðkór (börn í 5.-7. bekk)
og Skólakór (nem.frá 8.bekk og upp úr).
Hljómsveitir
Við skólann starfa ýmsar hljómsveitir:
Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar f. blásaranemendur á grunnskólaaldri.
Miðsveit Tónlistarskóla Ísafjarðar – skipuð lengra komnum blásaranemendum.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar – skipuð lengra komnum nemendum og ýmsum fleirum.
Strengjasveit yngri nemenda – fyrir yngri strengjanemendur.
Strengjasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar – skipuð lengra komnum strengjanemendum.