Þverflauta

12. júní 2009 | Hljóðfærin

Þverflauta er blásturshljoðfæri sem haldið er út til hægri frá munni flautuleikarans.  Á henni eru 16 göt sem ráða tónunum.  Algengustu tegundir eru c-flauta, alt-flauta í g, bassaflauta í c og piccoloflauta.  Elstu heimildir um þverflautur eru frá 10. öld, oftast smíðaðar úr tré.  Síðan voru gerðar ýmsar breytingar á flautunni.  Á fyrri hluta 19. aldar tekur flautan á sig þá mynd sem við þekkjum í dag, oftast smíðuð úr málmi, stundum silfri eða gulli.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur