Salurinn tekur 100-150 manns í sæti, allt eftir því hvernig stólum er raðað. Í honum er lítið svið og góð baksviðsaðstaða. Í Hömrum er mikið um tónleikahald, bæði á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar, Tónlistarfélags Ísafjarðar og ýmissa annarra aðila. Þar hafa einnig verið haldnar leiksýningar, afmælis- og brúðkaupsveislur, námskeið, fundir og ráðstefnur af ýmsu tagi. Ljúka allir upp einum rómi um hljómgæði og hljómfegurð salarins, hvort sem um er að ræða tónlist eða talað mál.