Eldmærin, Oliver! og Söngvaseiður

16. mars 2009 | 60 ára afmælið

Söngleikir á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar
Kórstarf og söngkennsla hafa dafnað vel í Tónlistarskólanum. Settir hafa verið upp þrír söngleikir þar sem vandaður söngur og tónlistarflutningur ásamt hrífandi leikgleði hafa einkennt allar uppfærslurnar. Dómar áhorfenda og gagnrýnenda hafa verið afar jákvæðir og aðsóknin slík að alltaf hefur þurft að fjölga sýningum.

 

Eldmærin (apríl-maí 1988)
Höfundar: Robert Long og Dorothy Gulliver. Flytjendur voru Barnakór Tónlistarskólans ásamt hljómsveit nemenda og kennara. Tónlistarstjóri: Beáta Joó. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Sýnt var í sal Grunnskólans á Ísafirði auk þess sem farið var í sýningaferðir til Hafnarfjarðar og Bolungarvíkur. Sýninguna sáu 900 manns.

 

Oliver! (mars-maí 1999)
Höfundar: Lionel Baart, byggt á sögu Charles Dickens. Samstarfsverkefni Tónlistarskólans og Litla leikklúbbsins. Unglingakór, kennarar og nemendur skólans sáu um tónlistarflutning. Söngstjóri: Margrét Greirsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Sigurður Friðrik Lúðvíksson. Leikstjóri: Guðjón Ólafsson. Sýnt var í félagsheimilinu í Hnífsdal þar sem uppselt var á flestar sýningar sem urðu 15 talsins og áhorfendur um 1300.

 

Söngvaseiður (mars-maí 2003)
Höfundar: Richard Rodgers og Oscar Hammerstein. Samstarfsverkefni Tónlistarskólans og Litla leikklúbbsins. Söngfólk og hljómsveit Tónlistarskólans sáu um fluting tónlistar. Hljómsveitarstjóri: Janus Franch. Tónlistarstjóri: Beáta Joó. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Sýnt í Suðurtanga. Sýningar voru 20 á Ísafirði og þrjár í Þjóðleikhúsinu þar sem færri komust að en vildu. Valin áhugaverðasta leiksýning áhugamanna 1999.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur