Hópastarf 2018-2019

TÍ – Forskóli fyrir 1.bekk

Kennsla fer fram 1x í viku á miðvikudögum kl. 11:40-12:20 eða á föstudögum kl. 11:40-12:20. Kennarar eru Rúna Esradóttir og Sara Sturludóttir.

Meginmarkmið forskóla er að búa nemendur undir hljóðfæranám. Í náminu felst tónlistariðkun með ýmsum aðferðum s.s., söng, hreyfingu, slagverksleik, hlustun og sköpun, lestri og ritun. Meginhugtök tónlistar eru kynnt nemendum, tónhæð, styrkur, áferð, tilfinning og túlkun og margt fleira.

Æskilegt er að börn sem ætla í hljóðfæranám hafi lokið minnst einu ári í forskóla.

Sjá upplýsingar um verð 

 

Tónasmiðja fyrir 2. bekk

Kennsla fer fram 2x í viku.

Hópur I er á mánudögum kl. 11:40-12:20 og miðvikudögum kl. 13:30-14:10 og hópur II er á mánudögum kl. 13:30-14:10 og fimmtudögum k. 11:40-12:20.

Kennarar eru Rúna Esradóttir og Sara Sturludóttir.

Meginmarkmið Tónasmiðjunnar er að glæða áhuga barna á tónlist, virkja þau til að greina tóna og áhrif þeirra, efla þau með hlustun, söng, hreyfingu og sköpun, lestri og ritun nótna. Þau fá að kynnast notkun tölva við tónsköpun og einnig möguleikunum við hljóðsetningu. Helstu hljóðfæri verða kynnt og tónlistarfólk fengið til kynninga.

Sjá upplýsingar um verð

 

Trommusmiðja fyrir áramót fyrir 3.-4. bekk

Kennsla fer fram 2x í viku, á mánudögum og fimmtudögum kl. 11:00-11:40.

Kennari er Sara Sturludóttir

Á námskeiðinu búa nemendur til sínar eigin trommur og upplifa tónlist í gegnum samspil á slagverkshljóðfæri og ýmsa tónlistartengda leiki.  Lögð er áhersla á samvinnu og spilagleði.

Sjá upplýsingar um verð 

 

Samspilshópur fyrir hljóðfæranemendur í 3.-4. bekk

Kennsla fer fram í Hömrum 1x í viku, á miðvikudögum kl. 11:00

Ætlað börnum sem eru í hljóðfæranámi. Ýmsir kennarar T.Í. koma að námskeiðinu en umsjón með því hafa Dagný Arnalds og Madis Mäekalle.

Komið verður til móts við hvern og einn þátttakanda þar sem hann er staddur í hljóðfæranáminu og áhersla lögð á spilagleði og samvinnu.

Unnið verður með útsetningar fyrir þau hljóðfæri sem nemendurnir leika á en einnig spuna og ýmsar æfingar sem efla hlustun í samspili.

Sjá upplýsingar um verð

 

Barnakór – 1. og 2. bekkur

Kóræfingar eru 1x í viku, á þriðjudögum kl. 11:40-12:20.

Kennari er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.

Unnið er með grunnþætti tónlistarinnar í gegnum söng, hlustun og hreyfingu. Lögð er áhersla á að börnin læri einföld en fjölbreytt lög utanað, upplifi ólík blæbrigði tónlistarinnar og þjálfist í að hlusta eftir þeim. Kórinn kemur fram á tónleikum Tónlistarskóla Ísafjarðar og víðar. Sjá upplýsingar um verð

 

Kórskóli – 3. og 4. bekkur

Kennsla fer fram 2x í viku, á þriðjudögum kl. 11:00-11:40 og fimmtudögum kl. 13:30-14:10

Kennari er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.

Í gegnum söng, hlustun og hreyfingu upplifa börnin ólík blæbrigði tónlistarinnar. Grunnhugtök tónfræðinnar eru kynnt til leiks og unnið með raddbeitingu, nótnalestur og raddaðan söng. Kórinn syngur á tónleikum Tónlistarskóla Ísafjarðar og víðar.

Sjá upplýsingar um verð