Maímánuður er sannarlega uppskerutími hljóðfæranemenda og bjóða þeir að venju öllum á tónleika til að njóta afraksturs vetrarstarfsins. Eins og undanfarin ár er fjöldi tónleika á vegum skólans, hinir hefðbundnu tónleikar hljófæranema, söngnema, öldunga og tónleikar í útibúum á Flateyri og Þingeyri. Lúðrasveitir skólans hófu vortónleikaröðina með skemmtilegum tónleikum í Ísafjarðarkirkju 7. maí síðastliðinn.
Vortónleikaröðin:
Mánudaginn 12. maí Vortónleikar tónlistarnema á Flateyri í sal Arctic Odda kl. 18:00
Mánudaginn 12. maí Vortónleikar söngnema og öldunga í Hömrum kl. 19:30
Þriðjudaginn 13. maí Vortónleikar I í Hömrum kl. 18:00 Æfing kl. 14:15
Þriðjudaginn 13. maí Vortónleikar II í Hömrum kl. 19:30 Æfing kl. 15:30
Miðvikudaginn 14. maí Vortónleikar III í Hömrum kl. 19:30 Æfing kl. 15:30
Fimmtudaginn 15. maí Vortónleikar IV Í Hömrum kl. 18:00 Æfing kl. 14:15
Fimmtudaginn 15. Maí Vortóleikar V í Hömrum kl. 19:30 Æfing kl. 15:30
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt enda nemendur á ýmsum stigum tónlistarnáms og leika á hin fjölbreyttustu hljóðfæri. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á þessa tónleika.