Mikil aðsókn í tónlistarnám

24. ágúst 2013 | Fréttir

Innritun nýnema í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur staðið yfir síðustu daga og lýkur á mánudag. Aðsókn í tónlistarnámið er mikil og jafnvel meiri en á sama tíma í fyrra, en í gær voru komnar rétt um 200 umsóknir í einkatíma á hljóðfæri og söng eða í forskólann E.t.v. hefur samstarfsverkefni Grunnskólans og Tónlistarskólans þar einhver áhrif því margir nýskráðra nemenda eru einmitt í í fyrstu bekkjum Grunnskólans. 

Síðasti dagur innritunar er á mánudag, en þá taka kennarar til óspilltra málanna að koma saman stundaskrám sínum. 

Nemendur frá fyrra ári eru minntir á að nauðsynlegt er að þeir komi með stundatöflur sínar úr öðrum skólum sem allra fyrst og að gengið verði frá greiðslusamningi vegna skólagjaldanna.


Eins og svo oft áður er mest aðsókn á píanó og gítar og væntanlega verða þar einhverjir biðlistar amk til að byrja með og ekki víst að hægt verði að taka inn alla þá nýju nemendur sem óska eftir námsvist. Ekki er enn búið að ráða trommukennara til starfa og eins vantar kennara til að kenna nýjum gítarnemendum, en einn gítarkennari skólans verður ekki við störf í vetur eins og gert var þó ráð fyrir.  Á næstu dögum verður af alefli reynt að leysa úr þessum málum, en þeir nemendur sem ekki komast strax að verða látnir vita um leið og hægt er að koma þeim að.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur