Kristín Harpa keppir til úrslita

6. nóvember 2009 | Fréttir

Tónlistarneminn Kristín Harpa Jónsdóttir komst í 5 manna úrslit 1.flokki í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) sem fram fer í Salnum í Kópavogi þessa dagana. Úrslitin fara fram á laugardag og leikur Kristín Harpa þar  Impromptu í As-dúr op.142 nr. 2 og nokkur lög eftir rússneska tónskáldið Kabalevsky.

 

Um 40 nemendur víðsvegar að af landinu taka þátt í öllum þremur flokkum keppninnar en fimm nemendur komust áfram í hverjum flokki. Í þessum flokki 16 píanónemar af öllu landinu á aldrinum 14 ára og yngri, þar á meðal þrír aðrir píanónemendur frá Tónlistarskóla Ísafjarðar, þau Sóley Ebba Johansd. Karlsson, Aron Ottó Jóhannsson og Hanna Lára Jóhannsdóttir. Ísfirðingarnir vöktu allir mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu í keppninni á miðvikudag, ekki síst fyrir flutninginn á skylduverkinu sem allir þátttakendur í þeirra flokki léku,en það er nýtt íslenskt verk eftir Tryggva Baldvinsson, Hugleiðing um íslenskt þjóðlag.

Tónlistarskóli Ísafjarðar óskar þeim og kennara þeirra, Beötu Joó, innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur