Það var mikið fjör í Tónlitarskólanum í gær. Þeir bræður Maksymilian Haraldur,Nikodem Júlíus og Mikolaj Ólafur, buðu upp á skemmtilega tónlistardagksrá fyrir nemendur Grunnaskólans á vegum barnamenningarhátíðarinnar Púkans. Dagskráin er liður í verkefninu Tónlist fyrir alla. Þeir verða svo með tónleika í Hömrum föstudaginn 11. apríl kl. 19.30 þar sem boðið verður upp á perlur tónbókmenntanna.