Heimsókn frá Eyrarskóli

Heimsókn frá Eyrarskóli

Við fengum skemmtilega heimsókn frá leikskólanum Eyraskjóli í morgun. Börnin fengu hljóðfærakynningu hjá Madis og Ástu og enduðu í Hömrum þar sem þau fengu hressingu og sungu nokkur lög. Við þökkum þessum skemmtilegu og prúðu börnum innilega fyrir...
Dagur tónlistarskólanna. Tónleikar í Ísafjarðarkirkju 8. febrúar

Dagur tónlistarskólanna. Tónleikar í Ísafjarðarkirkju 8. febrúar

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur með stórtónleikum í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 8. febrúar. Efniskráin var fjölbreytt með lúðrablæstri, fjór og sexhentum píanóleik ásamt Ísófóníunni. Í lok tónleikana tóku tónleikagestir undir í Sólarpönnukökulagi...
Jólaball 19.desember

Jólaball 19.desember

Jólaball verður haldið í Hömrum á fimmtudaginn 19. desember kl. 17:30. Tónlistarskólinn býður nemendum sínum og foreldrum og systkinum á jólaball. Jólatónar, piparkökur og mandarínur. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kennaraverkfalli frestað

Kennaraverkfalli frestað

Mikilvæg tilkynning! Verkfalli kennara hefur verið frestað. Kennsla hefst í skólanum mánudaginn 2. desember samkvæmt stundatöflum nemenda. Sjá einnig tölvupóst sem sendur var til allra forráðamanna. Við hlökkum mikið til að fá alla nemendur og kennara aftur í skólann...
Vinnustytting og vetrarfrí

Vinnustytting og vetrarfrí

Samkvæmt skóladagatali er frí í Tónlistarskólanum frá 16. til 22. október. Þá eru kennarar að taka vinnustyttingu og vetrarfrí. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 23. október.