Sigtryggur fór á kostum í masterklass

Sigtryggur fór á kostum í masterklass

Það hljóp heldur betur á snærið hjá okkur að fá Sigtrygg Baldursson a.k.a. Bogomil Font til að gefa okkur innsýn í heim trommuleiksins, pælingarnar þegar hann var að byrja og þróun ferilsins o.m.fl. Svo fengum við dæmi um alls konar bít og pólíritma. Að tromma er...
Vetrarfrí og starfsdagur

Vetrarfrí og starfsdagur

Föstudaginn 18. feb. og mánudaginn 21. feb. er vetrarfrí í Tónlistarskólanum eins og í Grunnskólanum. Þriðjudaginn 22. feb. er sömuleiðis starfsdagur eins og í Grunnskólanum.
Námskeið með Sigtryggi Baldurssyni

Námskeið með Sigtryggi Baldurssyni

Í dag var skonsukaffi með Sigtryggi Baldurssyni, öðru nafni Bogomil Font og Gulla Jónasar. Sigtryggur verður með námskeið fyrir slagverksnemendur á miðvikudag 16. febrúar kl. 17, en aðrir nemendur eru velkomnir. Gulli Jónasar er mikill aufúsugestur, en hann fór á...
Jón Mar Össurarson

Jón Mar Össurarson

Jón Mar Össurarson Þetta er hann Jón Mar slagverkskennari, mjög eftirsóttur kennari, enda pottþéttur, traustur og hlýr gaur. Hann sér margt skemmtilegt í tilverunni og það leynir sér ekki í augunum á honum þegar hann er að hugsa eitthvað fyndið. Stundum kemur hann inn...
Rúna Esradóttir

Rúna Esradóttir

Rúna Esradóttir Þetta er hún Rúna. Hún hefur einstaklega smitandi hlátur. Það er kannski af því að hún er gleðigjafi að upplagi. Um leið hefur hún mikið jafnaðargeð og það er ekkert skrýtið þó að börnin flykkist til hennar, öllum líður einfaldlega vel þar sem Rúna er....