Tónlistarfélag Ísafjarðar

Markmið félagsins er að efla tónlistarstarfsemi og tónlistaráhuga í Ísafjarðarbæ og eiga samvinnu við tónlistarfólk.

Helstu verkefni félagsins eru umfangsmikið tónleikahald og húsnæðismál Tónlistarskólans, en félagið á og rekur Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Haldnir eru fernir áskriftartónleikar á hverju starfsári félagsins, en einnig stendur félagið fyrir ýmsum öðrum tónleikum, oft í samvinnu við aðra. Félagið aðstoðar einnig með ýmsum hætti listamenn sem vilja halda tónleika hér vestra á eigin vegum. Á hverju hausti gengst félagið fyrir minningartónleikum um hjónin Sigríði og Ragnar H. Ragnar og síðustu sumur hefur félagið einnig staðið fyrir sumartónleikaröðinni „Sumar í Hömrum“, þar sem áherslan er á ungt listafólk.

 
Ótal íslenskir og erlendir listamenn hafa haldið tónleika á vegum félagsins á undanförnum áratugum. Meðal heimsþekktra listamanna sem haldið hafa tónleika á vegum félagsins á síðustu árum eru Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari, Gilles Apap  fiðluleikari og Michala Petri blokkflautuleikari.

 

Stofnfundur Tónlistarfélags Ísafjarðar var haldinn 20. maí 1948 að heimili Jónasar Tómassonar, bóksala, organista og tónskálds. Boðaðir voru 12 menn og var félagið lengi 12 manna félag, en er nú öllum opið.
Félagar greiða árgjald, kr. 4.500, sem jafnframt er aðgangseyrir að fernum áskriftartónleikum félagsins sem stendur að auki fyrir fjölda annara tónleika. Félagar fá send bréf og tölvupóstar með upplýsingum um tónleikahald.
Aðalfundur er haldinn árlega og skal boðað til hans með minnst viku fyrirvara. Í lögum um félagið segir að tilgangur þess sé að efla tónlistarstarfsemi og tónlistaráhuga á Ísafirði fyrst og fremst og víðar eftir því sem við verði komið. Einnig að félagið eigi samvinnu við starfandi tónlistarmenn og söngkóra á Ísafirði, vinni að því að jafnan sé völ á sem fjölbreyttastri og fullkomnastri tónlistarkennslu á Ísafirði og haldi uppi almennri tónlistarstarfsemi svo sem með því að fá til bæjarins tónlistarmenn, hljómsveitir og kóra, innlenda sem erlenda, til að halda  tónleika og vinna að öðru leyti að almennri tónlistarfræðslu.

 

Stjórn félagsins er þannig skipuð: 

Jón Páll Hreinsson formaður, meðstjórnendur eru Aðalsteinn Óskarsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Elsa Arnardóttir og Peter Weiss.

Varamenn eru Alma G. Frímannsdóttir, Arna Björk Sæmundsdóttir og Guðmundur Grétar Níelsson.

Félagsgjald starfsársins 2010-2011 er kr. 6.000 og er aðgangseyrir að fernum áskriftartónleikum innifalinn í félagsgjaldinu.

 

Þeir sem vilja gerast félagar í Tónlistarfélaginu eru hvattir til að hafa samband við formanninn Jón Pál Hreinsson (jonpall@einarsson.com ) eða ritara skólans Sigrúnu Viggósdóttur (ritari@tonis.is)


Tónleikastjóri er Jónas Tómasson, jonas@jonastomasson.com sími 849 5425.

 

 

 

 


©
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Printed from Tonis.is website

Click here to print this page


Close this Window