Hamrar Menningarhús

 

Árið 1998 var tímamótaár í sögu Tónlistarskóla Ísafjarðar, en þá eignaðist skólinn loks þak yfir höfuðið eftir hálfrar aldar starf. Ráðist var í miklar endurbætur á hinu sögufræga Húsmæðraskólahúsi við Austurveg, sem Guðjón Samúelsson teiknaði á sínum tíma. Þar  er nú frábær aðstaða fyrir tónlistarkennslu, ein hin besta á landinu.

 
Ári síðar var tónlistarsalurinn Hamrar vígður en hann var byggður við skólahúsið á afar smekklegan og hugkvæman hátt. Það var Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt, sem teiknaði salinn og endurbæturnar á gamla húsinu, og naut hann fulltingis Stefáns Einarssonar hljómburðarfræðings til verksins.

 

Smelltu til að sjá stærri mynd Smelltu til að sjá stærri mynd


©
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Printed from Tonis.is website

Click here to print this page


Close this Window