Heimilin – á Heimilistónunum!

Heimili, gestgjafar og tónlistaratriði Heimilistóna eru eftirfarandi:   Fjarðarstræti 9 2. hæð (Iwona og Janusz – Fiðla og píanó Sundstræti 22, jarðhæð  (Daníela og Sigurður Friðrik)- Gítarspil  Skipagata 2 (Guðrún og Magnús Reynir) – Píanóleikur  Smiðjugata 5 (Sigga...
Rolling Stones sýning í Safnahúsinu

Rolling Stones sýning í Safnahúsinu

 Sýning á safni Guðmundar Níelssonar af munum tengdum Rolling Stones verður opnuð í Safnahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 1.nóv. kl. 16:00. Hljómsveitin á 50 ára afmæli á árinu en Guðmundur hefur lengi verið aðdáandi sveitarinnar og í safni hans kennir ýmissa...

Þrír píanónemendur taka þatt í EPTA-keppni

Sunnudaginn 4.nóv. kl.13.30 halda þrír lengra komnir nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar tónleika í Hömrum. Þetta eru þau Hilmar Adam Jóhannsson, Kristín Harpa Jónsdóttir, sem bæði eru nemendur Beötu Joó og Mikolaj Ólafur Frach, sem er nemandi Iwonu Frach. Nemendurnir...

Vetrarfrí – kennsla fellur niður 29.okt.

 Næsta mánudag, 29.október, fellur niður kennsla í Tónlistarskóla Ísafjarðar v.vetrarfrís. Skv. kjarasamningum ber tónlistarskólum að fylgja skólaalmanaki grunnskóla t.d. hvað varðar vetrarfrí. Rétt er að taka fram að kennt er á föstudeginum 26.okt. þótt nemendur hafi...

Duglegir tónlistarkrakkar í leikklúbbnum

 Uppfærsla Litla leikklúbbsins á leikverkinu „Kötturinn fer sínar eigin leiðir“ hefur vakið mikla athygli að undanförnu, ekki síst fyrir frábæran tónlistarflutning bæði hljómsveitar og söngvara. Hljómsveitin er eingöngu skipuð krökkum sem eru eða hafa verið í...

Samæfing á miðvikudag – fjölbreytni!

 Fyrsta samæfing vetrarins verður í Hömrum á miðvikudag, 24.október, kl. 17.30. Þar koma fram nemendur á ýmsum stigum, blábyrjendur, nem. á framhaldsstigi og allt þar á milli. Allir velkomnir!
Óperukvöld – La Traviata

Óperukvöld – La Traviata

 Annað óperukvöld Óperuklúbbsins í haust verður í Hömrum mánud. 29.okt. kl. 19:30. Á dagskránni verður væntanlega óperan La Traviata í frægum kvikmyndabúningi Zeffirellis frá árinu 1983 með Placido Domingo og Teresa Stratas í hlutverkum Alfredos og Víólettu....
Píanónámskeið á laugardag

Píanónámskeið á laugardag

Peter Maté píanóleikari og píanókennari kemur hingað á laugardaginn kemur, 13.okt., og heldur master-class námskeið fyrir lengra komna píanónemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar.  Hann verður hér allan daginn, ca kl. 10-17 og fer námskeiðið fram í Hömrum.   Um opna tíma...
Nýr trommukennari ráðinn

Nýr trommukennari ráðinn

 Nýr trommukennari hefur nú loks verið ráðinn við skólann í stað Önundar Pálssonar sem hætti í haust. Það er  Haraldur Ringsted Steingrímsson sem er búsettur í Bolungarvík en starfar hjá tölvufyrirtækinu Særaf á Ísafirði. Haraldur er þaulreyndur tónlistarmaður og...
Kómedíuleikhúsið flytur inn

Kómedíuleikhúsið flytur inn

Þessa dagana er Kómedíuleikhúsið að flytja inn í Tónlistarskólahúsið við Austurveg, nánar tiltekið í rými í kjallaranum þar sem áður var skólaeldhús og borðstofa Gagnfræðaskólans á Ísafirði og enn síðar smíðastofa Grunnskólans. Þarna stigu því margir Ísfirðingar sín...
Síða 20 af 47« Fyrsta...10...1819202122...3040...Síðasta »