Skólaslit Tónlistarskólans

Skólaslit Tónlistarskólans

Tónlistarskóla Ísafjarðar var slitið í Ísafjarðarkirkju í dag. Bergþór Pálsson skólastjóri fór yfir skólastarfið í vetur, þakkaði nemendum, kennurum, forráðamönnum og velunnurum skólans. Nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og tónlist ómaði um alla...
Hin árlega hópmynd

Hin árlega hópmynd

Sú skemmtilega hefð er hjá okkur í tónlistarskólanum að taka hópmynd af starfsfólkinu þegar líður að lokum skólaársins. Um leið og við þökkum fyrir veturinn, óskum við ykkur alls hins besta í sumar og minnum á að opið er fyrir umsóknir í skólann næsta vetur, sjá HÉR....
Raftónlist í tónlistarskólanum

Raftónlist í tónlistarskólanum

Raftónlist í Tónlistarskóla Ísafjarðar Það er kallað raftónlist að búa til tónlist í tölvum. Í skólanum er hægt að læra raftónlist hjá Andra Pétri Þrastarsyni, að nota tölvuna sem hljóðfæri í tónlistarsköpun, ekki bara að semja, heldur taka upp, útsetja, blanda...
Strimlagardínurnar í Hömrum fá upplyftingu

Strimlagardínurnar í Hömrum fá upplyftingu

Velgjörðarfólk Tónlistarskóla Ísafjarðar er víða og alltof sjaldan nefnt. Sigrún Viggósdóttir og Páll Loftsson eru alltaf boðin og búin að rétta út hjálparhönd, eru einstaklega útsjónarsöm og ráðagóð, en dettur ekki í hug að þiggja neitt í staðinn nema ánægjuna. Svona...
Bríet Vagna – kveðjutónleikar í Hömrum

Bríet Vagna – kveðjutónleikar í Hömrum

Bríet Vagna Birgisdóttir, söngkona og gítarleikari, heldur kveðjutónleika fimmtudaginn 19. maí kl. 20:00 í Hömrum, sal tónlistarskólans á Ísafirði. Þar syngur hún og spilar ásamt hljómsveit og munu þau flytja ýmis lög allt frá jazzi til rokks. Öllum er aðgangur...
Skólaslitin verða á föstudaginn kl 18

Skólaslitin verða á föstudaginn kl 18

Tónlistarskóla Ísafjarðar verður slitið föstudaginn 20. maí kl 18 í Ísafjarðarkirkju. Nemendur, kennarar, forráðamenn og velunnarar skólans velkomnir. Opið er fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár á heimasíðu skólans: UMSÓKNIR...
Getum bætt við nemendum í söngdeildina

Getum bætt við nemendum í söngdeildina

Langar þig að taka þátt í kórstarfi, árshátíðarsöngatriðinu, Sólrisuleikritinu og vantar undistöðu í söng? Höfum nú fleiri pláss laus í einsöng næsta vetur. Það er líf og fjör í söngdeildinni. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Sigrún Pálmadóttir eru hugmyndaríkir...
Vortónleikar kvennakórsins

Vortónleikar kvennakórsins

Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar verða í Hömrum sunnudaginn 15. maí kl 16. Flutt verða lög eftir vestkfirska söng- og lagahöfunda. Aðgangseyrir kr. 2000
Vortónleikaröðin hófst með vorþyt lúðrasveitanna

Vortónleikaröðin hófst með vorþyt lúðrasveitanna

Vortónleikaröð tónlistarskólans hófst með hressilegum tónleikum lúðrasveita skólans, Skólalúðrasveit Tí og Lúðrasveit TÍ undir öruggri stjórn Madis Mäekalle. Hann hefur útsett flest lögin sjálfur og er vakinn og sofinn yfir sveitunum eins og gestir í Hömrum fengu að...
Vorþytur – lúðrasveitatónleikar í Hömrum

Vorþytur – lúðrasveitatónleikar í Hömrum

Vorþytur, tónleikar lúðrasveitanna eru fyrstu vortónleikarnir á þessu ári, það hefur ekkert breyst. Verðið breytist ekki heldur, það hefur kostað 1,000 kr. inn frá upphafi.  Í Hömrum, miðvikudaginn 4. maí kl. 20. Boðið verður upp á skúffuköku að góðum og gömlum...