A- A A+ A
Tónlistarhátíđin Viđ Djúpiđ

Tónlistarhátíðin og sumarnámskeiðin Við Djúpið eru árlegir viðburðir í tónlistarlífinu á Ísafirði.

Í gegnum árin hafa færustu tónlistarmenn á sínu sviði boðið upp á fjölbreytta tónleika og masterklassa alla daga hátíðarinnar og þar stendur öll tónlist jafnfætis, klassík, djass, popp og nútímatónlist. Nemendur á sumarnámskeiðum koma einnig fram á hátíðinni.

Tónlistarskóli Ísafjarðar og Tónlistarfélag Ísafjarðar hafa frá upphafi verið í hópi helstu stuðningsaðila hátíðarinnar.

Hátíðin er haldin í náinni samvinnu við Listaháskóla Íslands og tónlistardeild hans veitir nemendum sínum einingar fyrir þátttöku á námskeiðunum.

Heimasíða hátíðarinnar er www.viddjupid.istil baka Prenta

Deila á Facebook

© Tónlistarskóli Ísafjarđar | Netfang: sigridur@tonis.is | Sími: 450-8340 | Validated XHTML and CSS | Vefsmíđi: Magnús Hávarđarson