Um forföll vegna veðurs

26. febrúar 2015 | Fréttir

Vegna slæms veðurs og ófærðar nú að morgni fimmtudagsins 26.febrúar vilja skólastjórnendur koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:
Ísafjarðarbær hefur gefið út viðmið um hvenær loka eigi stofnunum vegna  óveðurs. Þar kemur m.a. fram að stofnunum bæjarins sé ekki lokað nema algjöra nauðsyn beri til og getur forstöðumaður lokað stofnun af einni eða fleirum af eftirtöldum ástæðum:

  • Tilmæli frá almannavörnum eða lögreglu
  • Rafmagnsleysi kemur í veg fyrir að hægt sé að halda stofnuninni opinni
  • Ófærð er svo almenn að ekki næst að kalla til lágmarksfjölda starfsmanna til að halda a.m.k. skertri þjónustu

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðri og færð  því þeir leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla.

Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Engin af þrem ofangreindum ástæðum á við í dag, enn sem komið er, þannig að skólinn er opinn og kennt eftir stundatöflum eftir því sem aðstæður leyfa. Sumir kennarar komast þó ekki til vinnu vegna ófærðar þannig að foreldrar eru líka beðnir að fylgjast með og hringja í skólann, ef þeir eru að hugsa um að senda börnin í spilatíma.