OPIÐ HÚS á laugardaginn

22. október 2015 | Fréttir

Tónlistarskóli Ísafjarðar býður gestum og gangandi í Opið hús laugardaginn 24.október kl. 13-15:30. Dagskráin hefst með tónleikum Lúðrasveitar T.Í. í Samkaup kl. 13, en um leið hefst dagskrá í skólanum þar sem boðið er upp á ´alls konar tónlist, myndasýningar o.fl.
Í tónlistarsalnum Hömrum verða nokkrir stuttir tónleikar, þar sem ýmsir hópar koma fram: Forskólinn og kórarnir syngja, Strengjasveitin flytur nokkur lög úr hinu sívinsæla verki Prokofieffs, Pétri og úlfinum, Skólalúðrasveitin og Miðsveitin spila af sínum þekkta krafti, gítarhópar koma fram og loks verður gestum boðið að taka þátt í „Singalong“, fjöldasöng með ýmsum þekktum lögum. Kennarar verða í stofum sínum og þar verður boðið upp á hljóðfæraleik og spjall um tónlist og tónlistarkennslu, en á göngum skólans verður ljósmyndum og gömlum tónleikaupptökum varpað á skjái. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir að eiga skemmtilega samverustund í hinu fallega skólahúsi.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is