Óperuklúbburinn – Brúðkaup Fígarós

16. febrúar 2015 | Fréttir

Mánudagskvöldið 23.febrúar mun Óperuklúbburinn kynna óperuna Brúðkaup Fígarós eftir Mozart – eina vinsælustu óperu allra tíma. Kynningin fer fram í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar og hefst kl. 19:30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en fólk er beðið að koma með kr. 500 í kaffisjóð.
Brúðkaup Fígarós er gamanópera og samdi Mozart hana árið 1786 eftir sögu Pierre Beaumarchais.  Þó að verk Beaumarchais hafi verið bannað áður fyrr vegna þess hve mikið grín var gert að yfirstéttarfólki, þótti ópera Mozarts vera ein sú allra besta sem hafi verið samin. Aðalefni óperunnar er ástir Fígarós og þjónustustúlkunnar Súsönnu, en einig koma við sögu hjónabandsraunir Almaviva greifa og hinnar fögru Rósínu, en það voru einmitt þau sem náðu svo vel saman í óperu Rossinis, Rakarinn í Sevilla – sem þó var samin löngu síðar. Uppfærslan, sem kynnt verður, er frá árinu 2006, Vínarfílharmónían spilar undir stjórn Niklaus Harnoncourt, leikstjóri  er Claus Guth. Í helstu aðalhlutverkum eru Ildebrando D´Arcangelo (Fígaró), Anna Netrebko (Súsanna þjónustustúlka),  Dorothea Röschmann (Rósína greifynja) og Christine Schäfer (Cherubino).

 

Hér má lesa söguþráð óperunnar á íslensku: 

http://www.opera.is/syningar/operuuppfaerslur-i-gamla-bio/brudkaup-figaros-vormisseri-2004/nanar/327/soguthradur-operunnar

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is