Nemendur skólans gera víðreist

23. nóvember 2016 | Fréttir

Starfið í skólanum það sem af er hausti hefur gengið ákaflega vel og nemendum gefist kostur á að taka þátt í fjölbreytilegum verkefnum. Nemendur skólans hafa gert víðreist að undanförnu. Hópur fiðlunemenda fór í vel heppnaða ferð til Póllands í október og nú í nóvember fór Skólalúðrasveit skólans til Reykjavíkur til þess að taka þátt í glæsilegu lúðrasveitamóti á vegum SÍSL, Samtaka íslenskra skólalúðrasveita.
Þar lék lúðrasveitin okkar fyrir fullum Norðurljósasal Hörpu við frábærar undirtektir. Þetta var því einstaklega skemmtileg og hvetjandi reynsla fyrir alla þátttakendur og ferð sem verður lengi í minnum höfð.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is