Miðsvetrartónleikar útibúanna

18. mars 2009 | Fréttir

Miðsvetrartónleikar útibúanna á Flateyri og Suðureyri verða sameinaðir í eina kvöldtónleika í Eyrarodda á Flateyri kl. 20 í kvöld 4. mars.  Fram koma um 16 nemendur og leika á píanó, gítar, bassa, trommur, blokkflautu og þverflautu, auk söngs.  Samleikur nemenda verður áberandi enda hefur það til margra ára verið einkenni Miðsvetrartónleika Tónlistarskóla Ísafjarðar. 

 

Allir hjartanlega velkomnir!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is