Jólatónar í Tónlistarskólanum

21. nóvember 2012 | Fréttir

Framundan er aðventan, einn skemmtilegasti tími ársins, en jafnframt oft sá annasamasti bæði í skólum og á heimilum. Tónlistarskólinn lætur ekki sitt eftir liggja og jólalögin eru nú þegar farin að hljóma út í öll horn skólans.
Aðventan hefst hjá okkur með hinni árlegu Jólatorgsölu Styrktarsjóðsins á Silfurtorgi laugard. 1.desember og þá er jafnan leitað til nemenda og forráamanna um framlög til að selja til styrktar skólanum. Verður sent heim bréf af þessu tilefni í byrjun næstu viku. Enginn laufabrauðsdagur verður að þessu sinni.
Jólatónleikar hljóðfæranema á Ísafirði verða mánud. 10.des., miðvikud. 12.des., fimmtud. 13.des. og föstud. 14.des., alltaf kl.19:30 í Hömrum. Jólatónleikarnir eiga að vera hátíðlegir og fjölbreyttir, allir í sparifötum og sumir eru að koma fram opinberlega í fyrsta sinn – sannarlega stór stund ífyrir nemandann og fjölskylduna!
Jólatónleikar söngnema og öldunga eru í Hömrum þriðjudagskvöldið 11.des. kl.19:30.
Jólatónleikar í útibúi skólans á Þingeyri verða væntanlega sunnud. 16.des og á Flateyri mánud. 17.des. Tónlistarnemar á Suðureyri taka þátt í tónleikum á Ísafirði.
Auk hinna hefðbundnu jólatónleika taka margir nemendur skólans þátt í fjöldamörgum viðburðum á aðventunni, s.s. aðventukvöldum í kirkjunum, jólatónleikum kóra o.s.frv.
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is