Ísfirsk heimili opin fyrir tónlistarunnendum

30. október 2012 | Fréttir

Ellefu ísfirsk heimili verða opin gestum og gangandi laugardaginn 3.nóvember í tilefni af menningarhátíðinni Veturnætur sem stendur yfir í Ísafjarðarbæ. Á heimilunum verður boðið upp á tónlistaratriði og léttar kaffiveitingar.

Heimilistónarnir verða í boði milli kl. 14-16  og er  fólk hvatt til þess að vera endilega á ferðinni og heimsækja eins mörg heimili og það langar  til og kemst yfir. Það koma hlé inn á milli í tónlistarflutninginum á hverju heimili  og síðan verða tónlistaratriðin endurtekin.  Tónlistaratrðiin eru af ýmsum toga,flytjendurnir eru bæði byrjendur og langt komnir nemendur á ýmis hljóðfæri, kennarar taka líka þátt og einnig munu einstaka gestgjafar grípa í hljóðfæri. 
 
Lista yfir húsin þar sem Heimilistónarnir fara fram má finna á heimasíðu Tónlistarskóla Ísafjarðar www.tonis.is og á vef Ísafjarðarbæjar. Best er að prenta út listann og hafa hann í í vasanum 
 
Heimili, gestgjafar og tónlistaratriði Heimilistóna eru eftirfarandi:
 
Fjarðarstræti 9 2. hæð (Iwona og Janusz – Fiðla og píanó
Sundstræti 22, jarðhæð  (Daníela og Sigurður Friðrik)- Gítarspil 
Skipagata 2 (Guðrún og Magnús Reynir) – Píanóleikur 
Smiðjugata 5 (Sigga og Jónas) – Píanóleikur  
Brunngata 14 (Anna Stína og Gísli)- Píanó og fiðla 
Silfurgata 6, 2.hæð (Bjarney Ingibjörg) Kór, einsöngur og hljóðfæraleikur,
Tangagata 15 a (Angela og Peter)- harmóníka, blokkflauta, söngur o.fl. 
Hafnarstræti 4, 2.hæð (Sigrún og Páll) – Gítarspil
Mjallargata 1, 3.hæð, íbúð J (Albertína) – Baðstofustemmning
Aldan – Fjarðarstræti 38 (Matthildur og Gummi)- Heimilisfólk og gestir 
Hnífsdalsvegur 10 (Harpa Lind og Kjartan) – Flauta, gítar o.fl.
 

Í versluninni Hamraborg verða á sama tíma tvær hljómsveitir að skemmta. Þetta eru hljómsveitirnar Klysja og ? , en þær eru báðar að mestu skipaðar  nemendum skólans. 

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is