Chopin-tónleikar í Hömrum á miðvikudagskvöld

31. mars 2011 | Fréttir

Tónlistarskóli Ísafjarðar minnist 200 ára afmælis tónskáldsins Chopin á síðasta ári með tónleikum í Hömrum miðvikudagskvöldið 6.apríl kl. 20:00.

Á tónleikunum flytja nemendur skólans verk eftir Chopin á píanó og fiðlu auk söngs, en einnig verða fluttar útsetningar fyrir gítartríó og hljómsveit skólans.  Á tónleikunum verður ævi tónskáldsins rifjuð upp og sýndar myndir af honum og samtíðarmönnum hans.  Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is