A- A A+ A
Námsframbođ

Skólinn starfar nú á fjórum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum, á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri  og Þingeyri. Nemendur eru nær 250 og kennarar á þriðja tug. Kennt er á píanó, harmóníku, gítar, rafgítar, bassa, fiðlu, víólu, selló, blokkflautur, þverflautu, klarinett, saxófón, trompet, básúnu, horn, slagverk og einsöngur. Þá eru kenndar ýmsar tónfræðigreinar, tónfræði, hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsaga.

 
Samleikur og samsöngur setja mikinn svip á skólastarfið, þrír kórar starfa í skólanum, strengjasveitir yngri og eldri nemenda, lúðrasveit, skólalúðrasveit og ýmsir minni hópar. Fjölbreytt og viðamikið tónleikahald er líka sterkur þáttur og lögð er rík áhersla á að allir fái að spila á tónleikum.

 
Tónlistarsalurinn Hamrar er í viðbyggingu við skólahúsið  og er hann mikið notaður fyrir tónleika, ráðstefnur og fleiri samkomur. Hann tekur 150 manns í sæti og þykir  hljómburðurinn sérlega góður.til baka Prenta

Deila á Facebook

© Tónlistarskóli Ísafjarđar | Netfang: sigridur@tonis.is | Sími: 450-8340 | Validated XHTML and CSS | Vefsmíđi: Magnús Hávarđarson