A- A A+ A
dags. | 17-02-2017
Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíđlegur međ stórtónleikum í Ísafjarđarkirkju

Á morgun, laugardaginn 18. febrúar kl. 14:00, heldur Tónlistarskóli Ísafjarðar Dag tónlistarskólanna hátíðlegan með stórtónleikum í Ísafjarðarkirkju. Dagskráin er fjölbreytt. Strengjasveitin leikur, lúðrasveitir skólans þeyta lúðra í hressilegum lögum, tveir nemendur skólans syngja og leika siguratriði Sam-Vest söngvakeppninnar, söngnemendur koma fram auk barnakóra skólans, rytmasveit T.Í. leikur tvö lög og Ísófónían mun svo enda tónleikana en í henni koma saman fjölmargir nemendur skólans í allsherjar tónaflóði.
Aðgangseyrir er 500 kr. og rennur ágóði til hljóðfærakaupa fyrir samspilshópa skólans.
Allir velkomnir og við vonumst til að sem flestir komi og gleðjist með okkur í tilefni dagsins!til baka Prenta

Deila á Facebook

© Tónlistarskóli Ísafjarđar | Netfang: sigridur@tonis.is | Sími: 450-8340 | Validated XHTML and CSS | Vefsmíđi: Magnús Hávarđarson